Jæja,
nýjum tímum fylgja alltaf breytingar og núna þegar runninn er upp síðasti dagurinn minn hérna í New York er kominn tími til að flytja þessi blessuðu bloggskrif mín hingað yfir á blog.is.
Blogspot síðan mín hefur hingað til þjónað þeim tilgangi að upplýsa vini og vandamenn heima á Íslandi hvað ég er nú helst að bardúsa í það skiptið. Nú ætla ég að breyta þeirri síðu yfir á ensku og nota hana til þess að upplýsa vini mína hérna í New York um það hvað ég er helst að gera heima á Íslandi. Fyrir íslenska blogg "aðdáendur" mína er ég semsagt að starta þessu nýja bloggi hérna og vonandi að manni endist orka til að halda úti skrifum hérna.
Þessir síðustu dagar mínir hér í stóra eplinu hafa verið mjög viðburðarríkir, kveðjupartý, innkaup hverskonar, þjálfa kúnna í Equinox, filma tvær stuttmyndir, pakka og ég veit ekki hvað annað... Er búinn að eiga hérna alveg frábærar stundir þessi tæpu 3 ár en við taka ný ævintýri heima á Íslandi og það er bara aldrei að vita hvað annað framtíðin ber í skauti sér.
Fylgist með nýjum færslum hérna sem verða vonandi ekki alltof stopular
bless í bili - best að klára að pakka
Mummi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ frændi mikið verður gaman að hitta þig þegar þú ert kominn heim:):) Kv:stína frænka
Stína (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 20:37
Hæ hæ
Gleðilega þjóðhátíð og velkominn heim...
Kv Þórný
Þórný (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.