Í góðu yfirlæti...

Jæja, ferðalagið heim gekk bara mjög vel - ég verð að segja eins og er að það má alveg venjast því að fljúga á Saga Class.  -Ég átti sko punkta ónotaða sem ég var að brenna inni með um áramótin og ég ákvað því að uppfæra miðann minn á Saga Class fyrst og fremst þar sem farangursheimild er talsvert meiri þar heldur en á almennu farrými.  Erin stundum kölluð "eiginkona" mín keyrði mig útá flugvöll í bíl kærasta síns og munaði það helling að þurfa ekki að burðast með allan farangurinn í neðanjarðarlestina og þaðan í loftlestina til að innrita. Eftir innritun og öryggisleit fór ég í Business Class setustofuna þarna á JFK sem er á vegum British Airways.  Voða ljúft og rólegt andrúmsloft - ekki þessi týpíska flugvallamanía sem einkennir flesta flugvelli... Þarna voru hægindastólar um allt og borð. Gosbrunnur í miðjunni og þægileg róleg tónlist ... Allt til að skapa þægilegt afslappað andrúmsloft fyrir upptekna business menn eins og mig. Cool Svo má ekki gleyma hlaðborðinu sem hver sem var þarna inni gat gengið í og fengið sér bæði snarl og drykki að vild.  Allt innifalið að sjálfsögðu.

Sjálft flugið var sömuleiðis mjög fínt - góð þjónusta um borð, fékk lax í forrétt - og andabringur í aðalrétt, einhver krókant kaka í eftirrétt...

Í fluginu náði ég svo loksins að skoða myndefnið mitt frá því á þriðjudaginn og fimmtudaginn af þessum tveimur síðustu stuttmyndum sem ég var að gera.  Ég er alveg rosalega ánægður með afraksturinn og svo er bara að krossa fingur og vona að ég nái að vinna vel úr þessu myndefni mínu.

Annars er maður já bara að undirbúa innflutning aftur á Barónsstíginn - verður alveg rosalega gott að komast aftur í íbúðina sína núna eftir tæp 3 ár í burtu.  Mig hefur dreymt endurbætur og innanhússhönnun núna í margar vikur fram að þessu - mjög margt sem mig langar til þess að gera þó að sumt verði skiljanlega að bíða - ekki eins og ég vaði alveg í peningum.  Ætla nú samt að nota tækifærið núna og skipta um parkett á íbúðinni þar sem hún er hálftóm af húsgögnum, ég ákvað að það væri lang skynsamlegast frekar en að bíða með það - þá myndi ég þurfa að henda fullt af drasli út á meðan ég parkettlegg og það er ekkert sniðugt. 

Ætla að láta þetta duga í bili núna og bið að heilsa öllum - endilega bara að bjalla í mig ef þið viljið hittast fljótlega - símanúmerið mitt er það sama og það var áður en ég flutti út Wink

bestu kveðjur,

Mummi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband